SG Merking

Fyrirtækjamerkingar / Gluggamerkingar - Heildarþjónusta fyrir andlit fyrirtækisins

 

 

Glugginn er mikilvægt auglýsingasvæði, einkum fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki. Glugginn er í rauninni andlit fyrirtækisins og því mikilvægt að vanda vel til verka. Hjá SG Merkingu færðu alla þjónustu sem þú þarft til að merkja gluggann. Við komum á staðinn, tökum myndir og mælum öll merkjanleg svæði. Heildarmyndin er sett upp í tölvunni og þar inn á sett merki fyrirtækisins og önnur grafík sem á að nota. Þannig færð þú góða mynd af lokaútkomunni áður en framleiðsla hefst.

Hér áður fyrr var nánast einungis notuð límfilma í glugga, en með tækniframförum í prentun hefur aukist mjög að fyrirtæki prenti stórar ljósmyndir í glugga hjá sér. Við prentum á venjulega límfilmu þar sem má loka alveg fyrir sólarljósið, en einnig er hægt að prenta á svokallaða "seethrough" filmu. Hún er einskonar fíngert net með litlum götum sem gerir það að verkum að hægt er að sjá út um hana.