SG Merking

Kort hér erum við smella á broskallinn smiley
Hér er kennsla á uppsetningu á límmiðum

Hér er kennsla á uppsetningu á heimskorti

Hér er kennsla á uppsetningu á Íslandskorti og Heimaey

Upplýsingar

Skil á gögnum

Það getur sparað mikinn tíma ef þú skilar öllum gögnum tímanlega og í réttri útgáfu. Hér eru nokkrar grundvallarleiðbeiningar  varðandi skil á gögnum:

Ljósmyndir
Til að gæði ljósmyndar séu fullnægjandi í stóru ljósmyndaprenti þarf hún að vera í 72-100 punkta upplausn í raunstærð. Þú getur skilað mynd í EPS, TIFF, PDF eða JPG formati. Æskilegt er að pöntun fylgi útprentuð próförk, helst í lit.
Nauðsynlegt er að útlína allan texta sem er á ljósmyndinni svo við lendum ekki í vandræðum með þær leturgerðir sem þú notar.

Útskurður
Allur útskurður byggist á útlínuteikningu þess sem skorið er út. Þess vegna geturm við ekki notast við ljósmyndir af t.d. fyrirtækjamerkjum. Sennilega er fyrirtækjamerkið þitt til hjá auglýsingahönnuðinum og við þurfum að fá það sent á t.d. Freehand, Illustrator eða PDF formati.

Ef merkið finnst hvergi sem útlínuteikning getum við skannað það inn og búið hana til. Það skapar hinsvegar aukakostnað sem þú getur mögulega komist hjá.

Gott er að hafa í huga að ekki eru allir litir heimsins til í límfilmu. Því gefur oft góða raun ef þú kemur í heimsókn til okkar og velur sjálfur lit á litaspjöldum. Þannig fer ekkert milli mála og allir eru ánægðir.

SG Merking-Minni ehf

texti

Hægt er að senda email á sgmerking@sgmerking.is eða steini@sgmerking.is
Símar 534-8700 eða Steini 899-8051